1.2.2007 | 12:02
Eignarréttur höfunda staðfestur
Þessi dómur staðfestir enn einu sinni, að eignarréttur manna er varinn og hver sem er getur ekki nýtt sér hann að vild. Höfundar ráða því hvort efni þeirra er birt opinberlega og verslunarmenn verða að virða þennan rétt. Þeir byggja afkomu sína sjálfir á eignarréttinum, lítið gengi að reka verslun þar sem hver og einn gæti tekið hvað sem væri í búðinni án þess að greiða fyrir það. Sumir gera það reyndar en það er kallað búðahnupl og er refsivert og það sama gildir um höfundaréttinn. Óheimil afnot á hugverkum er refsiverð samkvæmt höfundalögum. Fyrirsögn Morgunblaðsins er röng, hún ætti að vera, "Greiða ber fyrir birtingu tónlistar í verslun" fyrirsögn Morgunblaðsins eins og hún birtist sýnir skoðun blaðamannsins sjálfs, sem ekki les dóminn nógu vel eða skilur hann ekki, dómarinn taldi sannað að tónlist hefði verið leikin opinberlega í versluninni og að greiða bæri fyrir þau not, kaffistofa kemur málinu ekkert við, enda eru hátalarar oft á tíðum ekki sjáanlegir í verslunum.
Sumir spyrja hvort ekki sé tvígreitt fyrir þetta, útvarpsstöðin borgi og verslunin líka og svo mætti segja kanski þrígreitt, því líka er greitt til höfunda fyrir eintakið, sem tónlistin er á.
Þannig er að greitt er sérstaklega fyrir að búa til eintak af tónlistinni og það kemur opinberri birtingu ekkert við, sumir diskar eru aldrei spilaðir opinberlega.
Útvarpsstöð greiðir fyrir að nota tónlist í sinni dagskrá og gjald hennar er miðað við ákveðnar forsendur m.a. þær, að viðtakendur mega ekki dreifa útsendingunni opinberlega t.d. með því að hafa kveikt á útvarpinu í verslun eða hárgreiðslustofu. Útvarpsstöð kærir sig heldur ekki um að greiða fyrir þau not, þar er auðvitað mottóið að þéna sem mest með sem minnstum kostnaði. Og gjald hennar er minna fyrir vikið.
Sá aðili sem svo vill hafa tónlist í verslun hann verður að kaupa til þess heimild hjá höfundum og flytjendum og hljómplötuframleiðendum því útvarpsstöðin er ekki búin að kaupa heimild til að dreifa tónlistinni áfram því hún, manstu, hún keypti bara rétt til að senda út til hlustenda, ekki rétt til áframhaldandi dreifingar, hún keypti þannig ekki rétt til að dreifa tónlistinni í verslunni, í annarri útvarpsstöð, sem tæki kanski sendinguna og skellti inn í sína útsendingu. Verslunin verður að kaupa fyrir sig. Hver notandi greiðir fyrir sig.
Sumir segja að hlustendur séu þegar búnir að greiða fyrir dreifinguna með útvarpsgjaldi en það er ekki rétt. Frekar fáir greiða, bara eitt gjald er greitt fyrir hvert heimili þannig að 1/3 eða 1/4 landsmanna greiðir sennilega og svo er fjöldi útvarpsstöðva og sjónvarpsstöðva án áskriftargjalds.
Það er undarlegt að eignarréttur og afnotaréttur höfunda er ekki virtur sem annar eignarréttur. Það hneykslaðist varla nokkur maður yfir þessum dómi ef verslunareigandinn hefði notað bíl einhvers höfundar heimildarlaust og það í tvö ár(!) og það þótt skýring verslunareigandans væri sú, að hann væri bara að nota bíl höfundarins í fyrir sig sjálfan, alls ekki í þágu verslunarinnar.
Hvert fer svo þetta fé? Jú það fer til höfunda sjálfra og hjálpar þeim í lífsbaráttunni svo þeir megi halda áfram að semja ofan í okkur tónlist, því við verðum fljótt leið á lögum eins og svo mörgu öðru. Ég trúi því að flestir þessara hneykslara þekki einhvern nákominn, sem er að fá greiðslur frá STEF eða SFH og frá öðrum höfundasamtökum, sem koma fram fyrir hönd höfunda og selja mönnum leyfi til að nota eignir höfundanna.
Í lokin, ég hef nú ekki bloggað áður og ætla ekki að gera það, en fann mig knúinn til að leiðrétta og skýra út höfundaréttinn, því margir virðast ekki skilja út á hvað þetta gengur.
Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar